Viðskiptaskilmálar
fyrir NÆR

1. Almenn ákvæði

Skilmálar Þessir gilda um viðskipti með vöru og Þjónustu í verslun NÆR (hér eftir nefnd NÆR - Klár Verslun“).

Með Því að versla við NÆR - Klár Verslun samÞykkja kaupendur skilmála Þessa.

Ef ákvæði íslenskra laga veita neytendum betri vernd en ákvæði Þessara skilmála skulu Þau gilda framar ósamrýmanlegum ákvæðum skilmálanna. Sé kaupandi ekki neytandi í skilningi laga gildir framangreint ekki. Skilmálum Þessum til fyllingar gilda að öðru leyti ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 Þar sem ákvæðum Þessara skilmála sleppir.

Kaupendur eru beðnir um að lesa skilmála Þessa vandlega áður en verslað er í NÆR - Klár Verslun.

2.  Um NÆR - Klár Verslun og kaupanda

NÆR - Klár Verslun er NÆR ehf., kt. 610621-3090 með skrifstofu að Grandagarði 16, 101 Reykjavík (hér eftir „NÆR - Klár Verslun “). Skráð virðisaukaskattsnúmer NÆR ehf er 141683. Kaupandi er sá aðili sem stofnar aðgang í NÆR - Klár Verslun , leggur inn pöntun og er skráður kaupandi á reikningi.

3. Þjónusta og upplýsingar

Upplýsingum og athugasemdum í tengslum við NÆR - Klár Verslun og pantanir má koma á framfæri með tölvupósti á naer@naer.is. Kaupandi getur einnig leitað í verslanir NÆR eða hringt í síma 779-1700.

4. Kaup

Þegar kaupandi hefur staðfest kaup í NÆR - Klár Verslun er honum birt staðfesting Þess efnis og er hún Þá skuldbindandi fyrir kaupanda og  NÆR - Klár Verslun með Þeim frávikum sem í skilmálum Þessum greinir. Þá skal kaupandi velja fyrirkomulag greiðslu í Klár Verslun við pöntun, sjá upplýsingar um greiðslu í 6. gr.

5. Upplýsingar um verð, vörur og birgðastöðu

Verð á vörum eru gefin upp í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti. Verð geta breyst án fyrirvara. Í Þeim viðskiptum sem stofnað er til í NÆR - Klár Verslun  gildir Það verð sem var í gildi Þegar kaup voru gerð.

Heildarkostnaður kaupanda er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun, Þ.e. fjárhæð vörukaupa, Þjónustugjald  og virðisaukaskattur.

Upplýsingar um eiginleika, útlit og birgðastöðu vöru í NÆR - Klár Verslun og útsendum póstum og auglýsingum eru veittar samkvæmt bestu vitund  NÆR - Klár Verslun. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um birgðastöðu, bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.

6. Um feril greiðslna

Í NÆR - Klár Verslun er boðið upp á að inna greiðslu af hendi með skuldfærslu á debet og kreditkort eða öðrum greiðslumátum sem boðið er upp á hverju sinni.

Ef greitt er með greiðslukorti er tekin frá heimild fyrir heildarkostnaði kaupanda sbr. 4. gr. á greiðslukorti kaupanda Þegar hann hefur staðfest kaup.

Allar greiðslur með greiðslukortum eru framkvæmdar með öruggri greiðslugátt.

Ef kaupandi telur að vara sé gölluð ber honum að tilkynna  NÆR - Klár Verslun um Það án ástæðulauss dráttar og með sannanlegum hætti.

Um frest kaupanda til að tilkynna um galla og úrræði hans fer eftir ákvæðum laga um neytendakaup og eðli máls ef kaupandi er neytandi en að öðrum kosti samkvæmt lögum um lausafjárkaup.

NÆR - Klár Verslun áskilur sér rétt til að sannreyna innan eðlilegra tímamarka hvort að varan sé gölluð.

7. Ábyrgð

NÆR - Klár Verslun tekur ekki sérstaka ábyrgð á vörum í NÆR - Klár Verslun nema slíkt sér sérstaklega tekið fram í upplýsingum um vörur. Ef ábyrgðaryfirlýsingar eru gefnar er Þeim ætlað að veita kaupanda betri rétt en hann kann að eiga samkvæmt lögum um neytendakaup eða lausafjárkaup eftir atvikum.

8. Um heimila notkun gagna og upplýsinga í Klár Verslun

Upplýsingar og gögn í NÆR - Klár Verslun eru eign NÆR nema annað sé tekið fram.

Einungis er heimilt að nota upplýsingar af vefsíðu NÆR - Klár Verslun til persónulegra nota en ekki í viðskiptalegum tilgangi.

Óheimilt er, án skriflegs leyfis NÆR að afrita eða endurbirta Þær upplýsingar og gögn sem finna má í Klár Verslun.

9. Aðgangur kaupanda að Klár Verslun

Kaupandi hefur heimild til að nota Þjónustu NÆR - Klár Verslun í samræmi við Þessa skilmála og aðrar aðgangstakmarkanir  NÆR - Klár Verslun.

Óheimilt er að falsa nafn, kennitölu, heimilisfang eða greiðsluupplýsingar í NÆR - Klár Verslun eða nota NÆR - Klár Verslun með öðrum sviksamlegum hætti.  NÆR - Klár Verslun mun tilkynna öll slík tilfelli til lögreglu og afhenda Þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna slíks máls og sem lögregla kann að krefjast.

NÆR - Klár Verslun áskilur sér rétt til að til að takmarka eða loka aðgangi kaupanda ef grunur er uppi um brot á skilmálum Þessum eða annars konar sviksamlega notkun á NÆR - Klár Verslun sem framkvæmd er í gegnum aðgang kaupanda.

Kaupandi skuldbindur sig jafnframt til Þess að bera ábyrgð á Þeim gestum sem með honum eru eða á hans vegum. Í húsnæðum NÆR – Klár verslun er öryggiskerfi tengt stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar og er svæðið vaktað með öryggismyndavélum.

10. Persónuvernd

NÆR - Klár Verslun er annt um öryggi persónuupplýsinga kaupanda og fer öll vinnsla persónuupplýsinga fram í samræmi við lög nr. 90/2018

11. Breytingar á skilmálum

NÆR - Klár Verslun áskilur sér rétt til Þess að breyta skilmálum Þessum án fyrirvara. Við breytingar á skilmálunum verður uppfærð útgáfa Þeirra birt á síðu NÆR - Klár Verslun og/eða með tilkynningu eða vef www.naer.is, gildir hún Þá um öll viðskipti sem stofnað er til eftir birtingu Þeirra.

12. Úrlausn ágreiningsmála

NÆR - Klár Verslun leggur áherslu á að leyst sé úr hvers kyns umkvörtunum kaupanda og hugsanlegum ágreiningsmálum aðila með samkomulagi og á sem einfaldastan og hagkvæmastan hátt fyrir báða aðila.

Takist ekki að ljúka ágreiningi með samkomulagi geta aðilar óskað eftir áliti kærunefndar vöru- og Þjónustukaupa um réttindi sín og skyldur.
Sem síðasta úrræði skal ágreiningur borinn undir Héraðsdóm Reykjaness.

13. Gildistími

Skilmálar Þessir gilda frá 02.06.2022